Leita í verlun

Jurtamýkir húðsmyrsl

Jurtamýkir er náttúrulegt húðsmyrsl sem heldur húðinni vel nærðri og heilbrigðri án þess að skilja eftir fitulag. Jurtamýkir verndar húðina á kölu loftslagi og er líka heillandi næturkrem. Þetta krem inniheldur lífrænt vottaðar gæðaolíur eins og þistilolíu, Kókosolíu og blágresisolíu sem hentar viðkvæmri húð og einnig húð við viðkvæmar aðstæður. Lækningajurtirnar í jurtamýki úr blóma- og jurtagarði Sólheima eru lofnarblóm sem sótthreinsar, baldursbrá sem róar húðina, hugarafl sem er græðandi og morgunfrú sem hentar viðkvæmri húð afar vel. Við mælum sérstaklega með Jurtamýki fyrir börn ( ekki síst á bleyjusvæðið) og fyrir fólk sem stundar útivist í allskyns veðrum. Hlauparar hafa látið afar vel af jurtamýki fyrir andlit

Notið lítið í einu því kremið dreifist auðveldlega. Skiljið krununa ekki eftir opna. Notið hreina og þurra fingur. Allar húðsnyrtivörur Sólheima eru án parabena og allra kemískra lyktar- og litarefna.