Leita í verlun

Einar Baldursson

Einar Baldursson EB sem fluttist ungur til Sólheima hefur skapað sér nafn sem einn af eftirsóttari listamönnum samtímans. Einar hefur fengið mikla umfjöllun og viðurkenningu fyrir verk sín og var hann valinn listamaður Listar án landamæra 2009. Einar teiknar mjög mikið og hefur hann mótað með sér sterkan persónulegan stíl. Hann teiknar fast og ákveðið og verða teikningar hans sem ávallt eru fígúratívar nær geometrískar ásýndar og eru þær lifandi, litaglaðar og tærar. Afsteypur af listaverkum hans eru framleiddar í takmörkuðu upplagi og mótaðar eftir teikningum listamannsins. Sólheimar eru sjálfbært samfélag stofnað árið 1930 sem veitir íbúum sínum tækifæri til að vaxa, þroskast og verða virkir þátttakendur. Listræn tjáning á sér ríka hefð á staðnum og Sólheimar List er afurð þeirrar sköpunar.