Ilmviður & Haugarfi - fyrir þá viðkvæmu.
Frískandi handsápa sem angar af ilmviði og haugaarfa en báðar þessar jurtir eru handtíndar á Sólheimum. Haugaarfi hefur afar mild áhrif á húðina; kælir, mýkir og dregur úr kláða og er því gjarnan notaður í vörur fyrir þá sem eru með viðkvæma húð.
Fljótandi jurtahandsápur Sólheima eru eingöngu úr lífrænt vottuðu hráefni. Uppistaðan í þeim eru lífrænar jurtir og blóm úr jurtagarði Sólheima en undirstaðan hrein kaldpressuð olífuolíusápa frá Castile héraðinu á Spáni. Tegundirnar eru fjórar sem eru blanda af Ilmviði & hugaarfa, Lyktarlaus með baldursbrá, Sítrónugras & morgunfrú og Lofnarblóm (lavender) & birki.
Hver flaska inniheldur 250 ml af sápu. En athugið að sápan gæti skilið sig, hristið því af og til fyrir notkun. Allar húðsnyrtivörur Sólheima eru án parabena og allra kemískra lyktar – og litarefna.
Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.
Skráðu þig hér og fáðu upplýsingar þegar við gerum eitthvað nýtt og flott ásamt tilboðum og fleira spennandi.