Leita í verlun

Erla Björk Sigmundsdóttir

Erla Björk Sigmundsdóttir fæddist árið 1973 og býr og starfar á Sólheimum. Erla vinnur markvisst að list sinni í listasmiðjum Sólheima. Útsaumsverk hennar njóta sérstakrar athygli og hrifningar auk þess sem leirgerð verk eftir teikningum Erlu Bjarkar hafa notið mikillar hylli. Erlu Björk hefur verið boðið að taka þátt í fjölmörgum sýningum og var valin listamaður Listar án landamæra árið 2016. Verk Erlu endurspegla kraftinn sem í henni býr, hún tjáir sig í ólíkum formum og listsköpun hennar býr yfir sterkum persónulegum stíl. Verk hennar eru annað hvort fígúratíf eða óhlutbundin formgerð, en ætíð einlæg, kraftmikil, tjáningarík og fögur. Sólheimar eru sjálfbært samfélag stofnað árið 1930 sem veitir íbúum sínum tækifæri til að vaxa, þroskast og verða virkir þátttakendur. Listræn tjáning á sér ríka hefð á staðnum og Sólheimar List er afurð þeirrar sköpunar