Í kjölfar aukinnar vitundar almennings á áhrifum gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu vex ábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í umhverfismálum. Áður var þörf fyrir róttækum breytingum á lífsstíl vestrænna samfélaga en nú er nausynlegt að leggja sitt af mörkum.
Við viljum bjóða ykkur að kolefnisjafna starfsemi fyrirtækisins í samvinnu við Sólheima með því að gróðursetja tré í Sólheimaskógi eða í samstarfi við skógræktina. Öll okkar ræktun er lífræn og Tún-vottuð. Jafnframt skapar þáttakan í verkefninu mikilvæg störf fyrir fatlaða íbúa Sólheima.
Markmið verkefnisins er að draga úr styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu með aukinni bindingu kolefnis í skógarvistkerfum. Áætlun á umfangi kolefnislosunar hvers fyrirtækis er reiknuð og unnin í samvinnu við Sólheima.
Hversu stórt er þitt fótspor?
Við getum gróðursett þitt fótspor!
Við vinnum þetta saman!
Ég vil kaupa tré til að kolefnisjafna fótspor mitt.
Veglegur viðurkenningarskjöldur hlýst fyrir þátttöku í verkefninu sé þess óskað.
Einstaklingar sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að draga úr áhrifum kolefnislosunar geta bundið kolefni á móti sinni losun, t.d. frá ökutæki (bensín/dísilolía) eða flugi.
Stutt flug 2-4 tímar 6 tré kr. 1.650 báðar leiðir, langt flug 5-7 tíma 12 tré kr. 3.300 báðar leiðir.
Skráðu þig hér og fáðu upplýsingar þegar við gerum eitthvað nýtt og flott ásamt tilboðum og fleira spennandi.