Leita í verlun

Mikilvæg spor til bættrar umhverfissefnu!

Í kjölfar aukinnar vitundar almennings á áhrifum gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu vex ábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í umhverfismálum. Áður var þörf fyrir róttækum breytingum á lífsstíl vestrænna samfélaga en nú er nausynlegt að leggja sitt af mörkum.

Hvað bjóðum við uppá?

Við viljum bjóða ykkur að kolefnisjafna starfsemi fyrirtækisins í samvinnu við Sólheima með því að gróðursetja tré í Sólheimaskógi eða í samstarfi við skógræktina. Öll okkar ræktun er lífræn og Tún-vottuð. Jafnframt skapar þáttakan í verkefninu mikilvæg störf fyrir fatlaða íbúa Sólheima.

Okkar Markmið?

Markmið verkefnisins er að draga úr styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu með aukinni bindingu kolefnis í skógarvistkerfum. Áætlun á umfangi kolefnislosunar hvers fyrirtækis er reiknuð og unnin í samvinnu við Sólheima.

Kolefnisjafnaðu flugið þitt í Sólheimaskógi.

Einstaklingar sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að draga úr áhrifum kolefnislosunar geta bundið kolefni á móti sinni losun, t.d. frá ökutæki (bensín/dísilolía) eða flugi.

Stutt flug 2-4 tímar 6 tré kr. 1.650 báðar leiðir, langt flug 5-7 tíma 12 tré kr. 3.300 báðar leiðir.