Leita

Leita í verlun

    Handsápa Lofnarblóm & Birki

    Vöruafhending að Sólheimum

    Usually ready in 24 hours

    Lofnarblóm & Birki – mýkjandi kraftur!
    Notalega kröftug lofnarblómhandsápa (lavender) inniheldur að auki kröftugt birki sem mýkir en bæði lofnarblómið og birkið þrífast einstaklega vel á Sólheimum.

    Fljótandi jurtahandsápur Sólheima eru eingöngu úr lífrænt vottuðu hráefni. Uppistaðan í þeim eru lífrænar jurtir og blóm úr jurtagarði Sólheima en undirstaðan hrein kaldpressuð olífuolíusápa frá Castile héraðinu á Spáni. Tegundirnar eru fjórar sem eru blanda af Ilmviði & hugaarfa, Lyktarlaus með baldursbrá, Sítrónugras & morgunfrú og Lofnarblóm (lavender) & birki.

    Hver flaska inniheldur 250 ml af sápu. En athugið að sápan gæti skilið sig, hristið því af og til fyrir notkun. Allar húðsnyrtivörur Sólheima eru án parabena og allra kemískra lyktar – og litarefna.

    Vafrakökurstillingarnar á þessari vefsíðu eru stilltar á að „leyfa allar vafrakökur“ til að veita þér bestu upplifunina. Vinsamlegast smelltu á Samþykkja vafrakökur til að halda áfram að nota síðuna.