Leita í verlun

Tré fyrir tré: Gullþinur

Verkefnið Tré fyrir tré er ætlað að styðja starfsemi Sólheima og hafa jákvæð áhrif á náttúruna.

 

    Við gróðursetjum tré fyrir hvert tré keypt tré

    5 tré gróðursett fyrir græn tré.(Grængreni)

    10 tré gróðursett fyrir blá tré. (Bláfura)

    15 tré gróðursett fyrir gul tré. (Gullþinur)

 

    Skógræktin Ölur á Sólheimum annast ræktun og gróðursetningu trjánna.

 

    Einstök vara

    Handgerð í trésmiðju Sólheima.

 

    Efniviður úr Sólheimaskógi

 

    Jákvætt náttúruspor

    Með því að gróðursetja nokkur tré fyrir hvert keypt tré verður kolefnisspor vörunnar ekki einungis jafnað, heldur verður það jákvætt!

 

    100% umhverfisvæn vara

    Úr niðurbrjótanlegum lífrænum efnum, málning, lím og vax og að sjálfsögðu viðurinn.

 

Með sjálfbærni í huga

 

Trén sem eru gróðursett á vegum verkefnisins fá nokkuð margþættan tilgang í skóginum. Þau munu ekki eingöngu fegra umhverfið og gönguleiðir um Sólheima, heldur stuðla þau einnig að frekari uppbyggingu trjásafns Sólheima. Trjá og runnasafnið Örkin er verkefni á vegum Ölurs, þar sem markmiðið er að gróðursetja a.m.k. 2 einstaklinga af hverri tegund á landi Sólheima. Þessir lundir geta síðar meir orðið að frægörðum fyrir ræktun Ölurs og gert stöðina sjálfbæra um ýmsar gerðir fræja. Það er því margvísleg áhrifin sem hljótast af verkefninu.

 

Ævintýralegur skógur

 

Í Sólheimaskógi dafna trjátegundir sem hvergi finnast annarsstaðar á Íslandi. Grængreni, Bláfura og hinn afar sjaldgæfi Gullþinur búa á Sólheimum. Sögur segja að á jólanótt dansi skógálfarnir í kringum uppljómaðan Gullþininn í Sólheimaskógi. Aðra daga ársins lætur Gullþinurinn hinsvegar lítið á sér bera, er grænn á lit eins og hin trén og felur sig á milli hinna trjánna í skóginum.

 

Spurningar:

 

Hvenær eru trén gróðursett?

Svar:
Í Janúar hvert ár er heildarfjöldi trjáa er tekin saman fyrir árið sem leið, þeim gerð skil í gróðursetningaáætlun Ölurs fyrir árið og gróðursett síðar um árið. Miðað er við að trén séu öll komin í jörðu í lok september ár hvert.

 

Hvaða tegundir eru gróðursettar?

Svar:
Stefnt er að því að gróðursetja fjölbreytt úrval tegunda á Sólheimum. Tegundaauðgi er mikilvægt fyrir heilsu skógarins. Í Ölri eru ræktaðar tugi trjátegunda, sumar sjaldséðar en aðrar algengar. Má nefna Birki, Ilmreyni, Svartelri, Gráelri, Ösp, Greni, Lerki, Álm, Hlyn, Eik og fl.

 

Er hægt að kolefnisjafna sig með þessum trjám?

Svar:
Til þess að tré nýtist til kolefnisjöfnunar, þarf vottun og eftirlit til að einingar séu marktækar. Í Tré fyrir tré er kolefnisjöfnun ekki markmiðið, þó að trén bindi vissulega kolefni, ekki er gert ráð fyrir utanumhaldi yfir hve mikið þau binda af kolefni.

 

Hvernig er náttúrusporið jákvætt?

Svar:
Almennt séð er reiknað með að 10 tré dugi til að binda 1.000 kíló af koltvísýringi úr loftinu. Þar sem 5 tré eru að lágmarki gróðursett fyrir hvert tré sem ætla má að bindi að lágmarki um 500 kíló af kolefni. Það er margfalt meira en það hráefni sem þarf að taka úr skóginum til þess að smíða tréð. Að auki er allt hráefni vistvænt í vörunni og getur hún því ekki haft neikvæð áhrif á náttúruna.

 

Úr hverju er hráefnið?

Svar:
Málningin er í grunninn úr mjólkurpróteini, ekki úr akrýl (plast) eða öðrum efnum sem brotna ekki náttúrulega niður. Vaxið er unnið úr plönturíkinu án skaðlegra efna. Límið inniheldur einungis hunang, maíssterkju og edik.