Leita í verlun

Kristján Atli Sævarsson

Listamaðurinn Kristján Atli Sævarsson (K.A.S) er fæddur 1994 og býr og starfar á Sólheimum. Kristján Atli er fjölhæfur listamaður sem stundar list sína markvisst í listasmiðjum Sólheima auk þess sem Kristján er virkur þátttakandi í Leikfélagi Sólheima. Rjúpan hans Doppa hefur notið mikillar hylli og ítrekað selst upp í öllum sínum ólíku myndum. Sterkt stílbragð Kristjáns leynir sér ekki í verkum hans. Örmjór pensill hans skilur eftir sig agaðar og nákvæmar pensilstrokur í einstökum hrynjanda sem er rísandi eða hnígandi eftir áherslum listamannsins. Sólheimar eru sjálfbært samfélag stofnað árið 1930 sem veitir íbúum sínum tækifæri til að vaxa, þroskast og verða virkir þátttakendur. Listræn tjáning á sér ríka hefð á staðnum og Sólheimar List er afurð þeirrar sköpunar.